Verkefnin okkar

Þessi mynd var tekin af dugnaðarkonum eitt kvöldið  og voru 3 klst. að tína þetta upp,  Erla fann þetta heimasmiðaða borð, gátum notað það i uppstillinguna fyrir mynd svo afraksturinn sæist.

Freyja Bergsveinsdóttir grafískur hönnuður, kennari og æðarbóndi.  Ása Björk Sigurðardóttir framkvæmdastjóri, listamaður og stofnandi Hreins Íslands,
Sigrun Hjaltalin stofnandi Sóma, Erla Friðriksdóttir æðarbóndi, fasteignasali og stofnandi Hreins Íslands

Tvær dugnaðarkonur frá Plokkhópnum með marga poka eftir hreinsunarstund dagsins.

Framtíðin er björt

Í framtíðinni vaknar Ísland til nýs siðar og nýrrar samkenndar. 
Allir spenna bílbeltin af sjálfsögðu, ekki af skyldu heldur virðingu – virðingu fyrir lífinu, fyrir hvert öðru og fyrir ferðalaginu sem við erum í saman.

Alltaf gaman saman ❤️

Í hverjum bíl er ruslapoki. Enginn hendir lengur rusli út umgluggann.  Ekki af því einhver fylgist með, enginn  er svo vitlaus að gera það, að sjálfsögðu dettur það heldur  engum í hug.  Tyggjó endar alltaf í poka. Nikótínpúðar líka. Smáir hlutir, já - þeir segja stóra sögu um ábyrgð og umhyggju.

Vegir eru hreinir, vegkantarnir grænir og náttúran fær að anda ótrufluð.  Fjöllin  okkar standa stolt, árnar spegla himininn. 
Börn læra af fordæmi, ekki fyrirmælum, mótum fallega framtíð saman.❤️

Ísland er ekki bara fallegt – það er elskað.  Þess vegna verður það áfram friðsælasta og fallegasta land í heimi.

Nr. 1  Spennum bílbeltin alltaf og veljum alltaf frið og kærleik.

Munum verum alltaf góð við hvort annað

Ást og friður ❤️

Create Your Own Website With Webador