Hreint Ísland
Saman til góðs og enn fallegra land.

Hreint Ísland er  áhugamannafélag stofnað 02.07. 2025.

Markmið Hreins íslands er að:

Efla vitund almennings um áhrif rusls á náttúru og dýralíf.

Fá alla til að hætta að henda rusli á götur, náttúru eða í sjó.

Hvetja fyrirtæki og stofnanir til ábyrgðar og sjálfbærra lausna.

Stuðla að hreinni framtíð þar – þar sem virðing fyrir landinu okkar er í forgrunni

Freyja Bergsveinsdóttir, Ása Björk, Sigrún Hjaltalin og Erla Friðriksdóttir ( Freyja i gulu úlpunni)

Hugmyndin af Hreinu íslandi kviknaði og Hreint Ísland varð til eftir að sjá hvað það er auðvelt að taka landsvæði og hreinsa upp. Eins og T.d Arnarnesið sem við náðum með því að stofnað plokkhóp og fengum fulltrúa frá nánast hverri götu, þar sem fulltrúar fara yfir sína götu í kringum 15. hvers mánaðar. Arnarnesið náðist snyrtilegt á eini viku. 
Best að hætta að henda rusli strax.

Það er til svo mikið af góðu fólki sem hefur verið að tína upp rusl í mörg ár og er að heyra af duglegu fólki um allt land. Fjörur hafa verið hreinsaðar.  En stóra málið er við þurfum að fá fólk til að hætta að henda rusli úti.   Með sameiginlegu átaki er allt hægt. Hvet alla að taka sig á og gera aðeins betur, allir fyrirtækjaeigendur taki allt rusl upp í kringum sín fyrirtæki.
Fáið sent til ykkar bréfsefni frá Hreint Ísland til að hengja upp á kaffistofunum.
Öll bæjarfélög geta gert betur en vil jafnframt þakka bæjarstjóranum okkar honum Almari sem hefur verið mjög jákvæður og hvetjandi.  
Við hlökkum til i plokkhópnum að fá skilti á Arnarnesið i vor.

Stofnaði plokkhóp og fengum fulltrúa frá nánast hverri götu, þar sem fulltrúar fara yfir sína götu í kringum 15 hvers mánaðar.

Það er svo auðvelt þegar allir taka smá radíus í kringum sín heimili og taka upp allt rusl. Þetta er sameiginleg ábyrgð okkar allra.

Hvet alla til að taka með lítinn poka og tína upp þegar þið farið út að ganga.

Hvet einnig fjölskyldur til að tala saman og ræða hvernig er best að hreinsa upp í kringum heimilin sín.  

Þegar við höfum svona góða miðla eins og facebook og Instagram þá er svo auðvelt að hóa fólki saman. Endilega stofnið plokkhópa í öllum hverfum.

Margar hendur vinna létt verk.

Fylgið endilega facebook síðu Hreins íslands, það kostar enga aukavinnu, fáið bara löngun til að ganga betur um landið okkar.

Create Your Own Website With Webador